Miklihvellur ehf. er fjárfestingarfélag í eigu Kjartans Þórissonar og Jóns Hilmars Karlssonar.

Við fjárfestum í fólki, tækni og miðlum, en í dag á Miklihvellur tímabókunarkerfið Tímatal og þjónustumarkaðstorgið Noona.

Tilgangur Miklahvells er að hafa áþreifanlega jákvæð áhrif á heiminn og framtíðarhorfur mannkynsins. Við lifum á ólgumiklum tímum og það er margt sem getur farið úrskeiðis. Við Íslendingar njótum rosalegra forréttinda og þau ber okkur að nýta til þess að auka líkurnar á því að þau réttindi og lífsgæði sem við njótum komi á endanum til með að verða mannréttindi.

Við lifum fyrir ákveðið sjónarhorn: það að mannkynið geti lifað í sátt og samlindi ef að athygli mannskepnunnar er beint að sameiginlegum vandamálum okkar.


Miklihvellur er vettvangur fyrir orkumiklar hugmyndir.

Miklihvellur er byrjunin á stærra samtali.

Miklihvellur er ítrunarferli.